Fréttir & tilkynningar

Ólafsfjarđarleikar í frjálsum íţróttum

Ólafsfjarðarleikarnir verða haldnir 2. janúar. 12 ára og yngri mótið verður klukkan 15:00-18:00 og boðsmótið fyrir meistaraflokkinn verður haldið sama kvöld klukkan 17:30.

Endurnýjun húsaleigubóta frá Fjallabyggđ.

Um áramót þarf að endurnýja allar umsóknir um húsaleigubætur, sbr. 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118 frá 2003.  Umsækjendum er bent á að nálgast umsóknareyðublöð á bæjarskrifstofum Fjallabyggðar á Ólafsfirði og á Siglufirði eða á heimasíðu sveitarfélagsins, http://fjallabyggd.is/is/page/husaleigubaetur/

Freyja Dana sýnir á Ólafsfirđi helgina 3. og 4. janúar, 2009

Ólafsfirðingurinn Freyja Dana sýnir Æskuminningar. Þegar alltaf var sólskin, öryggi og ást í Listhúsinu, Ægisgötu 10, Ólafsfirði 3. og 4. janúar, 2009 kl. 14 til 17 báða dagana.

Nćsti umsóknarfrestur í Ćskulýđssjóđ er 1. febrúar 2009

Hlutverk Æskulýðssjóðs er að styrkja eftirtalin verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum.

Mynd fengin af vef sksiglo.is

Lýsing á Bungusvćđi í Skarsdal

Í desember var lokið við að setja upp lýsingu í "bungusvæðið" á skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Þessi lýsing bætir möguleika svæðisins til muna nú þegar myrkur er ekki lengur atriði sem skiptir máli. Skíðasvæðið verður opið milli jóla og nýárs (ef veður lofar), upplýsingar um svæðið má finna á heimasíðu svæðisins

Gleđileg jól

Við hjónin sendum íbúum Fjallabyggðar og landsmönnum öllum bestu jóla- og áramótakveðjur með ósk um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Við þökkum allar ánægjulegu stundirnar á árinu sem er að líða.  Hugsum vel um börnin okkar og þá sem eldri eru. Þórir Kr. Þórisson og Erla Bjartmarz

Svavar Guđni međ sýningu í Listhúsinu.

Svavar Guðni Gunnarsson opnar yfirlitssýningu á myndum máluðum á árunum 1985-2008 í Listhúsinu Ægisgötu 10, laugardaginn 20. desember kl. 14:00. Sýningin verður opin til 23. desember og frá 29. desember til 30. desember frá kl. 14:00 -17:00 Allir eru velkomnir.

Tilkynning til ţeirra sem hafa gáma

Þeir aðilar sem hafa gáma í Fjallabyggð,  vinsamlega sækið  um eða endurnýið  stöðuleyfin fyrir 31. desember 2008.

Framlag til sveitarfélaga vegna samdráttar í aflamarki ákveđiđ

Samgönguráðherra hefur ákveðið skiptingu 250 milljóna króna framlags úr ríkissjóði til sveitarfélaga vegna tímabundins samdráttar í aflamarki þorsks á árinu. Er framlaginu ætlað að koma til móts við tekjumissi sveitarfélaga þar sem samdráttur verður í atvinnu.

Vel heppnuđ listganga

Ferðafélag Siglufjarðar stóð fyrir listagöngu í gærkvöld þar sem heimsóttar voru vinnustofur listamanna á Siglufirði. Yfir  hundrað manns tóku þátt í göngunni. Veðrið var eins og best var á kosið og skemmtu göngumenn sér vel.