Fréttir & tilkynningar

Mokafli á línuna útaf Siglufirđi.

Eftirfarandi frétt er tekin af fréttasíđunni skip.is"Undanfariđ hafa línubátar sem róiđ hafa frá Siglufirđi veriđ ađ fá afla sem jafnvel elstu menn skáka ekki međ tröllasögum. Á stóru svćđi hefur veiđin veriđ slík ađ jafnvel verđur ađ skilja eftir bala í sjó. Svo segir á heimasíđu Landssambands smábátaeigenda en ţar eru aflabrögđin kölluđ stjörnumok. Aflinn hefur veriđ allt ađ 500 kíló á balann og fer ekki undir 200 kíló á svćđinu. Í gćr landađi einn báturinn 8 tonnum af fiski en sá afli fékkst á 28 bölum, 400 króka, og fyrir stuttu lagđi annar 10 bala međ línu sem beittir voru fyrir grásleppuvertíđ og var aflinn 4,8 tonn. Ţá hefur einnig heyrst af 12 tonna afla á 24 bala.Dágott kropp á fćrinFćrabátar eru einnig ađ fá góđan afla, en oftar er ţađ ţannig ađ góđ línuveiđi fer ekki saman viđ góđa handfćraveiđi.Ţessi mikla veiđi er ađ fást allt frá 20 föđmum niđur á dýpiđ, 70 - 80 fađma. U.ţ.b. 10% hefur reynst ýsa, en annars er aflinn fallegur ţorskur, 3 - 4 kg. Venjan er sú á ţessu svćđi ađ ýsan hverfur um ţetta leiti og snýr til baka í ágúst.Sjaldgćft „vandamál“Ţađ er skondin hliđ á ţessum frábćru fréttum ađ einn trillukarl á stađnum á orđiđ lítiđ eftir af kvótanum en allnokkra beitta bala í frysti. Nú stendur hann frammi fyrir ţví „vandamáli“ hvađ hann eigi ađ ţora ađ taka marga bala á sjóinn, segir á heimasíđu LS."Frétt af www.skip.is

Góđur afli smábáta.

Undanfarnar vikur hefur afli smábáta veriđ afar góđur og fjöldi báta hefur veriđ ađ landa hér undanfariđ. Í maímánuđi er aflinn ađ nálgast 400 tonn af smábátum og ljóst ađ hann fer vel yfir 400 tonn í mánuđinum ţar sem allir bátar eru á sjó í dag.Hluti af ţessum afla er unnin hér á Siglufirđi en einnig fer stór hluti á markađ, yfir 200 tonn hafa fariđ í gegnum Fiskmarkađ Siglufjarđar í ţessum mánuđi.Útlit er fyrir ađ ţessi góđa veiđi haldi áfram enda spáin góđ og sífellt ađ bćtast viđ fleiri bátar til löndunar.

Sameiningarmál

Kosiđ verđur um sameiningu sveitarfélaga í Eyjafirđi í haust og er vinna vegna ţessa vel farin af stađ. Sveitarfélögin 9 sem í hlut eiga hafa öll tilnefnt fulltrúa í samstarfsnefnd um sameiningu og hafa veriđ stofnađir starfshópar í kringum ákveđna málaflokka. Fulltrúar Siglufjarđarkaupstađar eru Ólafur Kárason og Unnar M.Pétursson.Á nćstunni verđur opnuđ heimasíđa ţar sem hćgt er ađ nálgast upplýsingar um vinnu samstarfsnefndarinnar og síđar verđur máliđ svo kynnt rćkilega í sveitarfélögunum. Slóđ heimasíđunnar verđur www.eyfirdingar.is