Heilbrigðiseftirlit

Heilbrigðiseftirlit í Fjallabyggð er í höndum Heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra (HNE).

Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna starfar samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998. Markmið laganna er að búa landsmönnum heilnæm lífsskilyrði og vernda þau gildi sem felst í heilnæmu og ómenguðu umhverfi.

Heilbrigðisnefnd ber að sjá um að framfylgt sé ákvæðum þessara laga og reglugerða settra samkvæmt þeim, samþykktum sveitarfélaga og ákvæðum í sérstökum lögum  eða reglugerðum sem nefndinni er eða kann að vera falið að annast framkvæmd á. Af þeim síðasttöldu  eru veigamest lög um matvæli, nr. 93/ 1995 og reglugerðir settar samkvæmt þeim.

Heilbrigðiseftirlitið vinnur fyrst og fremst fyrirbyggjandi starf hjá matvælafyrirtækjum, þjónustufyrirtækjum og fyrirtækjum sem valdið gætu mengun og heldur skrá yfir eftirlitsskylda starfsemi á svæðum sínum. Auk þess sér HNE um útgáfu starfsleyfa fyrir leyfisskylda starfsemi hvort á sínu starfssvæði. Þá eru ótalin verkefni heilbrigðiseftirlitsins sem taka til þjónustu við íbúa svæðisins, fyrirtækjanna og sveitarfélaganna hvað varðar fræðslu og upplýsingar, svör við fyrirspurnum og að sinna kvörtunum.

Verkefnum heilbrigðiseftirlitsins má skipa í 4 meginflokka: